Útlit er fyrir að Vaðlaheiðargöng verði opnuð fyrir umferð þann 1. desember næstkomandi.

Stofnfundur einkahlutafélags um undirbúning að gerð jarðganga undir Vaðlaheiði með 4.410.000 kr. hlutafé var haldinn í Valsárskóla á Svalbarðseyri 28. febrúar árið 2003. Stofnendur félagsins voru öll 20 sveitarfélögin innan vébanda Eyþings og tíu fyrirtæki á svæðinu: Alli Geira hf., Brim hf., Flytjandi/Eimskip hf., Grímur ehf. , Kaupfélag Eyfirðinga, Norðlenska ehf., Norðurmjólk ehf., SBA-Norðurleið hf., Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. og Vélsmiðja Steindórs ehf.  Þrír stærstu hluthafarnir voru á stofnfundi: Akureyrarbær sem skráði sig fyrir 36% stofnfjár, Kaupfélag Eyfirðinga með 23% og Þingeyjarsveit með 11%. Greið leið ehf. var samþykkt sem nafn á hið nýja félag. Í stjórn félagsins voru kjörnir: Andri Teitsson, Ásgeir Magnússon og Pétur Þór Jónasson. Sem varamenn voru kjörnir Jóhann Guðni Reynisson og Bjarni Jónasson. Pétur Þór var síðan kjörinn formaður stjórnar á fyrsta stjórnarfundi 24. mars 2003.

Stofnfundur Vaðlaheiðarganga hf.- félags um gerð ganganna –  var haldinn 9. mars 2011. Tveir hluthafar eru í félaginu, Vegagerðin með 51 prósents hlut og Greið leið ehf. með 49 prósenta hlut.

Þann 2. apríl 2013 hófst vinna við gerð Vaðlaheiðarganga með greftri á lausu efni í forskeringum Eyjafjarðarmegin. Vinna við bergskeringar Eyjafjarðarmegin við gangamunnann hófst 18. apríl sama ár.

Fyrsta jarðganga sprenging var svo 3. júlí 2013. Um var að ræða lítið skot í miðjum stafni alls um 15 rúm-metrar. Þess má geta að fullt snið / heill salvi er um 340 rúm-metrar.

Föstudagurinn 12. júlí 2013 var sprengd svokölluð viðhafnarsprenging eða “ráðherra sprenging”  við gerð Vaðlaheiðarganga,sem markar formlegt upphaf jarðgangaframkvæmdanna.

Kristján Möller alþingismaður, Einar Hrafn frá Ósafl og Birgir G. stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf

 

Hægt er að lesa mjög fróðlega sögu Vaðlaheiðarganga á vadlaheidi.is

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: vadlaheidi.is