Guðmundur Gauti Sveinsson er 39 ára Siglfirðingur, kvæntur Katrínu Drífu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; Jóhann Gauta 14 ára, Guðnýju 10 ára og Brynju 6 ára.

Guðmundur Gauti er með grunnskólapróf og starfar hjá FMS hf – Siglufirði. Helstu áhugamál hans eru samverustundir með fjölskyldunni, íþróttir, ljósmyndun og útivera.

Málefni fjölskyldna, atvinnu & hafnarmál sem og umhverfis- og skipulagsmál eru efst á baugi hjá Guðmundi Gauta .

Guðmundur Gauti hefur á undanförnum árum setið í Hafnarstjórn Fjallabyggðar.

Að hans mati er hvergi betra að búa en í Fjallabyggð . Kostirnir við að búa í Fjallabyggð er frelsið sem börnin búa við, ásamt því metnaðarfulla starfi sem er í leik- og grunnskólum Fjallabyggðar .

Þrátt fyrir allt sem áunnist hefur á síðustu árum þá er aldrei svo að ekki sé hægt að gera gott betra.