Fullyrðingar af ýmsu tagi eru mikið notaðar við markaðssetningu matvæla, sér í lagi fæðubótarefna. Um slíkar fullyrðingar gildir sérstök löggjöf, reglugerð Evrópusambandsins um næringar- og heilsufullyrðingar. Einungis er leyfilegt að nota þær fullyrðingar sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar.

Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu að sameiginlegu eftirlitsverkefni um næringar- og heilsufullyrðingar á árinu 2021. Niðurstöður verkefnisins benda til að mikið sé um óleyfilegar fullyrðingar í markaðssetningu matvæla, sérstaklega fæðubótarefna.

Óleyfilegar fullyrðingar koma fram í merkingum á vörunum en einnig í ýmsu markaðsefni sem notað er við markaðssetningu . Staða þessar mála hefur ekki batnað síðan síðasta eftirlitsverkefni um næringar- og heilsufullyrðingar var framkvæmt árið 2017.

Skýrsla um notkun á heilsufullyrðingum við markaðssetningu fæðubótarefna

Skoða á mast.is