• 1 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 125 gr smjör
  • 4-5 dl frosin hindber (eða önnur ber)
  • 1 msk kartöflumjör
  • 3 msk sykur
  • 100 gr hvítt súkkulaði
  • 50 gr möndluflögur

Hitið ofninn í 200°. Blandið sykri og hveiti í skál og bætið smjörinu í teningum saman við. Klípið saman í grófan mulning og þrýstið í botninn á bökuformi. Blandið hindberjunum saman við kartöflumjölið og sykurinn og setjið blönduna yfir bökubotninn. Rífið hvítt súkkulaði og stráið yfir berin. Dreifið möndluflögum yfir og bakið í miðjum ofni í 20-25 mínútur, eða þar til bakan hefur fengið fallegan lit.

Berið fram með ís eða rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit