Advertisement

Höfundur: Jón Ólafur Björgvinsson

Síldarsaga: Umskipunartúr við Ísland 1946

Þessi frásögn er hluti af síldarsögunni sem var okkur Íslendingum ósýnilegur. En eins og alltaf er Siglufjörður aðalbækistöð sögusviðsins. Hér kemur áhugaverð frásögn úr 5 vikna túr um umskipun á síldartunnum úti á ballarhafi og birgðaskip sem þjónustuðu sænska reknetabáta sem voru á síldveiðum á Grímseyjarsundi 1946. Sagan er þýdd og endursögð úr einum kafla í árbók Boshuslänska Fornminnessällskapet 1992-1993 og byggir á dagbókarfærslum Bengt Molanders sem var starfsmaður Bohusläns Islandsfiskares ekonomiskaförening (BIF) í áratugi. Það var sá félagskapur sem styrkti uppsetningu farandsýningarinnar „På väg mot Island” sem var sett upp utandyra við Síldarminjasafn Íslands sumarið 2018. Og til...

Lesa meira

Áramótapistill: Heimþrá og umhverfis angist!

Áramót eru tímamót sem fá man til að hugsa bæði afturábak og áfram. Að minnast þess liðna á árinu fer með man í ferðalag í tíma og rúmi þar sem horfinna vina og ættingja er saknað og minnst. Skemmtilegir atburðir standa samt oftast uppúr ef maður er ekki heltekin af sorg og söknuði, einhvernvegin heldur lífið áfram með kröfu um að því sé lifað og að allir geri sitt besta í að skila betri heimi í hendurnar á börnum og barnabörnum. Því börnin eru framtíð heimsins! En það er ekki af ástæðulausu að það komi upp bæði angist  og...

Lesa meira

Myndasyrpa: Siglufjörður um 1960

Greinarhöfundur lenti á jólaspjalli við Baldvin Einarsson einn af eigendum Saga Fotografica ljósmyndasögusafnsins á Siglufirði og þá nefnir hann að hann hafi nýlega heimsótt eldri herra sem heitir Sigurður B Jóhannesson sem vildi gefa skemmtilega muni á safnið. Samtímis nefnir Sigurður sem er mikill ljósmyndaáhugamaður að hann hafi heimasíðu sem heitir Photosbj.is og að þar séu um 30 ljósmyndir frá Siglufirði sem eru teknar um 1960. Undirritaður síldarsögunörd gat náttúrulega ekki still sig og skoðar þessa gömlu heimasíðu og á henni er ljósmynda fjársjóður með myndum frá síldarævintýri á Raufarhöfn 1953 – 1962, Siglufirði um 1960 og í lokin...

Lesa meira

Ljósasýning á höll

Greinarhöfundur var í heimsókn hjá barnabörnum í Örebro yfir jólahátíðina og við brugðum okkur niður í miðbæ til þess að sjá stórkostlega ljósasýningu sem var varpað á stóra sögufræga höll frá miðri 14 öld. (Örebro slott) Þetta er um 10 mínútna sýning þar sem tölvustýrðum myndum sem eru aðlagaðar að formi hallarinnar er varpað á veggi og glugga og sögð er saga þar sem höllin bæði brennur og hrynur en þetta endar allt vel með mynd sem er eins og jólakort með ósk um gleðileg jól. Ísold,  3 ára barnabarn mitt varð hrædd og leist ekkert á þennan hávaða sem fylgdi sýningunni með tónlist...

Lesa meira

Siglfirsk þakklætiskveðja frá Útlandinu

Siglufjörður Ljósmyndir / Photographs 1872-2018……og 60 kg af sólskini. Mér finnst eins og að ég ókristinn maður hafi eignast nýja Siglfirska biblíu, (tvær reyndar, kem að hinni seinna) bók sem ég mun lesa og skoða aftur og aftur í áratugi, sýna öllum mínum vinum, börnum og barnabörnum sögu Siglufjarðar hér í útlandinu og bæta við eigin sögum út frá myndunum sem eru svo sannarlega velvaldar og útskýrðar á dásamlega velskrifuðu Siglfirsku tungumáli. Og ég veit nú þegar að heimafólk sem og brottfluttir elska þessa bók. Stórkostlegt framtak hjá ykkur Anita Elefsen, Steinunn M Sveinsdóttir og Örlygur Kristfinnsson sem og...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal

mars 2019
S M Þ M F F L
« feb    
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31