Hátíðirnar eru að hefjast og þar með stutt í áramótin segir á facebook síðu Dýrfinnu. Þar segir að í fyrra týndust 12 hundar um áramótin.

Íslendingar hafa alltaf verið sprengju glaðir og eru hundaeigendur beðnir um að passa hundana og dýrin sérstaklega vel þessa dagana, það er aldrei að vita hvenær ein og ein bomba springur.

Síðustu áramót voru erfið fyrir þær fjölskyldur sem misstu hundana sína út í buskann vegna hræðslu. Sem betur fer fundust allir hundar heilir á húfi um og eftir síðustu áramót.

Ef hundur er i pössun skal passa extra vel að sleppa þeim ekki lausum út um áramótin.

Mynd/Dýrfinna