Modernus birtir vikulega samræmda vefmælingu fyrir fjölmarga vefi á Íslandi.

Fyrstu viku ársins 2020 er vefurinn trolli.is í 6. sæti, eins og sjá má á skjáskotinu hér að neðan.

Samræmd vefmæling® sýnir fjölda vikulegra notenda, innlita og síðuflettinga á vefmiðlum í mælingu hjá Modernus sem kjósa að birta tölur sínar.

Mælingin er miðuð við vinnuvikuna og hefst kl. 00:01 á mánudegi og lýkur kl. 24:00 á sunnudegi.

Nýjar tölur eru birtar mánudag hvern á veflistinn.is en óreglulega í prentmiðlum.