Á facebook síðu Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði birtist þessi áramótakveðja, með myndbandi sem Ingvar Erlingsson setti saman. Þar sjást björgunarsveitarmenn meðal annars fylla á eldsneytistanka rafstöðva af ýmsum gerðum.

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða án ykkar gætum við þetta ekki 💙
En langar þig að prufa eitthvað nýtt og spennandi á nýju ári eins og að ganga í björgunarsveitina og taka þátt í þessu öfluga og gefandi starfi? Koma sjálfum þér á óvart og læra fullt af nýjum og spennandi hlutum? Þá er alltaf pláss fyrir nýliða hjá okkur eina sem þú þarf að gera er að mæta á fimmtudögum kl 20 og ganga í sveitina 😁
Hlökkum til að sja þig 👌
Hérna er myndband frá óveðrinu í des sem Ingvar setti saman njótið 😁