Eins og fram hefur komið áður var sýning Leikflokks Húnaþings vestra á söngleiknum Hárinu valin athyglisverðasta áhugasýningin.

Leikflokkurinn mun sýna söngleikinn tvisvar í Þjóðleikhúsinu, fyrri sýningin er á morgun, föstudaginn 14. og seinni sýningin laugardaginn 15. júní.

Hér er stutt klippa sem sett var saman til að “hita upp fyrir sýningarhelgina” eins og segir á facebook síðu Leikflokksins.

Dögunum að frumsýningu Hársins í Þjóðleikhúsinu fækkar og í leiðinni dögunum til að tryggja sér miða á tix.is eða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Við höldum áfram að hita upp fyrir sýningarhelgina og bjóðum ykkur uppá aðra klippu frá sýningu okkar sl. páska. :-)https://tix.is/is/leikhusid/buyingflow/tickets/8136/37131http://www.leikhusid.is/syningar/harid

Posted by Leikflokkur Húnaþings vestra on Laugardagur, 8. júní 2019

 

Miðasala er hér og hér

Örfá sæti laus a föstudag, en fleiri á laugardag.

 

Leikmyndin, sem er nokkuð viðamikil, var tekin skipulega niður og flutt suður, en margar hendur vinna létt verk.

 

 

 

 

 

 

 

Verið að setja upp leikmyndina í Þjóðleikhúsinu