Síðast liðna nótt framkvæmdi lögreglan á Norðurlandi vestra leit í sumarhúsi á svæðinu. Við leitina fannst talsvert magn af kókaíni er talið hafa verið ætlað til sölu og dreifingar. Tveir aðilar voru handteknir í tengslum við málið sem telst upplýst. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnaleitarhunds við aðgerðirnar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Þegar hringt er í upplýsingaasímann svarar talhólf. Þar má lesa inn þær upplýsingar sem koma skal á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust.

 

Mynd: pixabay