Í fyrrasumar tóku þau Guðrún Hauksdóttir og Steingrímur Óli Hákonarson að sér umhirðu kirkjugarðanna á Siglufirði, bæjarbúum og brottfluttum til mikillar ánægju.

Þau hafa ákveðið að taka þetta kröfuharða verkefni að sér aftur í sumar, eru þau nú þegar byrjuð að vinna vorverkin í görðunum og undirbúa sumarið.

Sú nýjung verður í ár að þau ætla að bjóða upp á sumarblóma þjónustu. Það er kjörið fyrir þau sem ekki komast til að snurfusa leiðin og setja þar blóm að kaupa þessa góðu þjónustu.

Sumarblóma þjónustan verður auglýst síðar þegar nær dregur á facebook síðu kirkjugarðanna á Siglufirði.

Nýi kirkjugarðurinn á Siglufirði

 

Gamli kirkjugarðurinn á Siglufirði

 

Myndir/Kirkjugarðar Siglufjarðar