Ævintýravika UMF Glóa er hafin og fór vel af stað í góða veðrinu.

Þátttaka er góð og skemmtu börnin sér vel eins og myndirnar sýna. Það er ýmislegt í boði fyrir börnin eins og leikir, þrautir, frisbí, fjöruferð, farið í skógræktina og hoppað á ærslabelgnum svo eitthvað sé nefnt.

Umsjónamenn eru hjónin Kristín Anna Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi og Þórarinn Hannesson, íþróttakennari.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir: UMF Glói