Lagt er fram erindi Samtaka um kvennaathvarf á 701 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar. Í erindinu er farið yfir starfsemi samtakanna á Akureyri ásamt að óska eftir því við sveitarfélagið að það veiti samtökunum rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 100.000,-.

Bæjarráð samþykkti að veita Samtökum um kvennaathvarf rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 50.000,-.

Mynd/ pixabay