Nýverið tók til starfa nýtt fyrirtæki á Skagaströnd – Útfararþjónustan Hugsjón.

Það eru hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson sem stofnuðu Útfararþjónustuna Hugsjón.

“Okkur fannst vanta þessa þjónustu  á Norðurland vestra en það er það svæði sem við hyggjumst þjónusta.”

Við fórum fyrst að huga að því að stofna fyrirtækið þegar upp kom sú staða að ekki var líkbíll til staðar á Blönduósi eða Skagaströnd. Þá höfum við í störfum okkar fyrir kirkjuna orðið vör við að fólki finnist vanta stað sem það getur leitað á til að sækja alla þjónustu fyrir útför. Við erum reiðubúin að aðstoða með allt frá einum þætti til þess að sjá um þá flesta. Ef fólk vill leita til okkar eða kynna sér þjónustuna betur hvetjum við það til að hafa samband á netfangið hugsjonutfor@gmail.com eða hafa samband í síma 868.2842.

Þá höfum við opnað síðuna Útfararþjónustan Hugsjón á facebook og erum að vinna í heimasíðugerð.”