Söngkeppni Samfés 2020.

Unglingar af öllu landinu hafa tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og er nú búið að velja 30 atriði sem keppa í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020.

Dómnefnd velur sigurvegara Söngkeppni Samfés 2020 sem og annað og þriðja sæti.

Netkosning um titilinn “Rödd fólksins 2020“ er aðgengileg á UngRUV.is til 25. maí kl. 17:00

Úrslit Söngkeppni Samfés 2020 og “Rödd fólksins” verða tilkynnt á ungruv.is mánudaginn 25. maí klukkan 20:00.

Á hlustunarsvæði FM Trölla eru þessir 3 keppendur í úrslitum:

Félagsmiðstöðin Órion
– Ásdís Aþena Magnúsdóttir syngur lagið When I Was Your Man eftir Bruno Mars.
 
Félagsmiðstöðin Týr
– Þröstur Ingvarsson syngur frumsamda lagið Running Away ásamt hljómsveit.
 
Félagsmiðstöðin Neon
– Ronja Helgadóttir syngur lagið Russian Roulette sem var upprunalega flutt af Rihönnu.


Netkosning fer fram á ungruv.is þar sem fólk getur kosið besta lagið.
Sigurvegarinn í netkosningunni fær titilinn Rödd fólksins.

Dómnefnd mun svo velja 1. – 3. sæti í Söngkeppni Samfés 2020 eins og fyrr segir.