FM Trölli sem verið hefur útvarp Elds í Húnaþingi verður með beina útsendingu frá félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka þar sem Soffa Björg heldur tónleika.

Tónleikarnir eru lokaviðburður Elds í Húnaþingi 2019 og fullkomið atriði til að klára hátíðarvikuna.

Soffía Björg er þekkt söngkona og lagahöfundur, og tónlist hennar inniheldur bæði fegurð sem kemur við dýpstu hjartastrengi og inn á milli eru kraftmiklar og ólgandi tilfinningar sem eiga rætur í bandarískri þjóðlagatónlist og umhverfi hennar.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á útsendinguna út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is