Mikið var um að vera í húsnæði Norðlenzka Styrjufjelagsins ehf – (Hið Norðlenzka Styrjufjelag ehf) – í Ólafsfirði þegar að bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir og Bragi Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála voru þar á ferðinni.

Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri félagsins segir að nú á næstunni verði farið í að strjúka hrogn og svil úr hluta af fiskinum með sérstakri aðferð. Styrjurnar geta gefið hrogn annað hvert ár og geta hrognin verið allt að 10% af þyngd hrygnunnar.

Styrjurnar í Ólafsfirði eru allar jafn gamlar en mismunandi að stærð, flestar eru þær í kringum 80 kíló en sú þyngsta er í kringum 150 kíló. Styrjur geta náð allt að 80 ára aldri.

Iðnaðarmenn voru á fullu við endurbætur á húsnæðinu sem telur alls um 3.500 fm. Stefnt er að enn frekari uppbyggingu á starfseminni og stækkun á stofninum ásamt fullvinnslu á afurðum.

Styrjuhrogn eru afar eftirsóknarverð og dýr munaðarvara.

 Myndir frá heimsókninni 

Myndir og heimild/fjallabyggd.is