Snarpur jarðskjálfti varð kl. 14:52 um 20 km NV af Húsavík. Fjöldi tilkynninga um að skjálftinn hafi fundist á Norðurlandi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.

Jarðskjálftinn mældist 4.6 að stærð.

Jarðskjálftinn fannst vel á Siglufirði og víða, heyrðust fyrst drunur og í kjölfarið töluvert högg og mannvirki hristust hressilega.