Dúntekja á Leirutanga á Siglufirði var nokkuð til umræðu á dögunum og var sú umræða nokkuð heit á köflum. Sjá eldri fréttir hér að neðan.

Í bókun Bæjarráðs Fjallabyggðar kemur fram að til stendur að halda lokaða verðkönnun, sem er nokkurs konar útboð en þó með einfaldara sniði en formlegt útboð. Þrír aðilar hafa sýnt dúntekjunni áhuga og skilað inn gögnum skv auglýsingu frá Fjallabyggð.

Bæjarráð samþykkti að farið verði í lokaða verðkönnun undir stjórn deildarstjóra tæknideildar.

Umræddir aðilar eru:
Árni R. Örvarsson,
Birkir Ingi Símonarson,
Örlygur Kristfinnsson

Þeim verður gefinn kostur á að bjóða í verkið.

Bókun Bæjarráðs:

7. 2104033 – Verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 23.04.2021 þar sem óskað er eftir heimild til að halda lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði. Eftirtaldir aðilar hafa sýnt verkinu áhuga og sent inn gögn samkvæmt auglýsingu tæknideildar og yrði þeim gefinn kostur á að bjóða í verkið: Árni R. Örvarsson, Birkir Ingi Símonarson og Örlygur Kristfinnsson.
Bæjarráð samþykkir að heimila lokaða verðkönnun vegna dúntekju á Leirutanga á Siglufirði og felur deildarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við vinnuskjal og leggja fyrir bæjarráð.
Hljómar nokkuð undarlega að bæjarráð ætli sér “að bjóða út alla dúntekju“
Svar við bréfi Örlygs Kristfinnssonar vegna dúntekju í Fjallabyggð

Mynd/Steingrímur Kristinsson