Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar á 693. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar varðandi skertan opnunartíma á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar vegna sumarorlofa starfsmanna í tvær vikur.

Skiptiborð og skrifstofa yrði opið frá kl. 10-13 en þjónusta skert.

Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.