Puffed pancake (ein pönnukaka sem hverfur á svipstundu ofan í þrjú börn)

  • 2 egg
  • ½ bolli mjólk
  • ½ bolli hveiti
  • smá salt
  • smá kanil
  • 1 msk smjör

Hitið ofninn í 215°.

Á meðan ofninn hitnar er smjörið látið bráðna í bökunarformi í ofninum. Hrærið egg, mjólk, hveiti, salt og kanil saman í skál. Hellið deiginu í heitt bráðið smjörið í bökunarforminu. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til pönnukakan er stíf og uppblásin meðfram kanntinum. Kakan sekkur aðeins niður þegar hún kemur úr ofninum. Berið strax fram.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit