Stúlkurnar í 7. flokki KF hafa heldur betur staðið sig vel á Símamótinu, sem nú stendur yfir fyrir sunnan.

Þær sigruðu í öllum sínum leikjum í dag og enduðu daginn langefstar í sínum riðli með 9 stig og markatöluna 11-2.

Báru þær sigurorð af KR 1, Keflavík 2 og Aftureldingu 2.

Glæsileg frammistaða!

 

Frétt: af facebooksíðu Frétta- og fræðslusíða UÍF