Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 8. febrúar næstkomandi.

Eftir frábæra Fjarðargöngu 2019 hófst undirbúningur fyrir gönguna 2020, strax að kvöldi 12. febrúar síðastliðinn. Metþátttaka var í göngunni 2019 eða 150 manns og var uppselt í viðburðinn.

Fjarðargangan er hluti af Íslandsgöngunni sem er mótaröð hjá SKÍ í skíðagöngu.

Í ár er aftur orðið uppselt í gönguna eða 240 þátttakendur.

Mikill metnaður er lagður í gönguna af Skíðafélagi Ólafsfjarðar svo að upplifun þátttakenda verði sem skemmtilegust.

Keppnisbrautin er gerð með því markmiði að allir geti tekið þátt, ungir, gamlir, reyndir skíðamenn eða þeir sem eru styttra komnir. Brautin liggur meðal annars um götur Ólafsfjarðarbæjar.

Göngubrautin liggur einnig um götur Ólafsfjarðar

Reynt er að gera viðburðinn glæsilegan með mikilli umgjörð, stemmningu, flugeldum, fyrsta kona og fyrsti karl fá blómakrans að ógleymdum flugeldum og látum þegar keppni líkur.

Verðlaunaafhending og kaffisamsæti er að keppni lokinni, sannköllum veisla að hætti heimamanna.

Skorað er á íbúa Fjallabyggðar að mæta á svæðið um kl. 11:00 og fylgjast með göngunni.

Sigurvegarar fá blómakrans meðal annarsMyndir teknar í Fjarðargöngunni 2019 af Guðnýju Ágústsdóttur