Fréttavefurinn trolli.is fór formlega í loftið 1. maí 2018.

Flettingar á vefnum hafa farið vaxandi frá upphafi og í janúar síðastliðnum fóru flettingar í fyrsta sinn yfir 100.000.

Helsut tölur fyrir janúar 2020:
Flettingar = 103.529
Fjöldi notenda = 41.656

Vefurinn er starfræktur af hjónunum Gunnari Smára Helgasyni og Kristínu Sigurjónsdóttur og eins og fram kemur á vef Fjölmiðlanefndar er eigandi Hljóðsmárinn ehf.


Framkvæmdastjóri er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.

Þetta er mikil hvatning fyrir vefstjórana sem ætla að halda ótrauð áfram að birta fréttir og fróðleik, mest frá hlustunarsvæði FM Trölla sem sendir út á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga. Annars staðar er einfalt að hlusta á FM Trölla á netinu.