Mánudaginn 3. febrúar sl. var skrifað undir verksamning við Uppsteypu ehf. um byggingu viðbyggingar við Grunnskólann austan vatna.

Viðbyggingin, sem rísa mun sunnan við núverandi skólahúsnæði, mun hýsa leikskólann Barnaborg sem nú er í bráðabirgðahúsnæði á Hofsósi.

Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri og Trausti Valur Traustason við undirritun verksamningsins. Með þeim á mynd er Indriði Þ. Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdarsviðs og Gunnar Gíslason. Mynd/Skagafjörður.is

Viðbygging er 205,5m2, steypt á einni hæð með flötu þaki, einangrað að utan og klætt með litaðri álklæðningu.

Hönnun var unnin af Úti Inni Arkitektum, Verkfræðistofunni Stoð ehf., TT Hönnun og Verkfræðistofunni Eflu.


Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri var ánægður við undirritunina: “Það er virkilega ánægjulegt að búið sé að ganga frá samningum um framkvæmdina. Þetta er framkvæmd sem við höfum horft lengi til  að hefjist og mun hún stórbæta leikskólaaðstöðu á Hofsósi.”


Verklok eru áætluð 1. febrúar 2021.