Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var ellefti dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum og var hann bæði langur og kaldur.

Það rigndi nokkuð á okkur hér til fjalla. Náði ég þó að fara í minn daglega göngutúr og ná í mig hita.

Gunnar Smári var við smíði utandyra á meðan ég hélt mig aðallega innandyra, vann við fréttir og allskonar stúss í kringum þær.

Það er heilmikil vinna við að halda úti fréttavef, fylgjast þarf með gangi mála og vera í sambandi við fólk við fréttaöflun frá morgni til kvölds.

Þannig leið dagurinn, sem var að öðru leyti hinn rólegasti.

Sýnum við í þetta sinn aðeins hvernig eldhúsið okkur er útlítandi, það er smíðað áfast við klettavegginn og er virkilega notalegt. það verður þó seint sagt að það hafi verið smíðað eftir íslenskum stöðlum og reglugerðum.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR