Gestgjafarnir í Gestaherberginu þau Helga og Palli verða á svipuðum nótum í þættinum í dag og Palli og Mundi voru á í seinasta þætti. Þá var þemað dagar og nætur en í dag verður það kvöld og morgnar.

Í þættinum ætlum við að freista þess að ná í fólk í Húnaþingi vestra í gegnum síma og spyrjast fyrir um Hundahótel og heiðurstónleika.

Tónlistarhorn Juha verður að flestum líkindum á sínum stað og alveg öruggt að áhættulagið verður spilað.

Einnig getur verið að Mundi kíki inn í herbergið til að leiðrétta vísindalegan misskilning.

Munið því eftir að missa ekki af þættinum Gestaherbergið á FM Trölla og trolli.is klukkan 17:00 til 19:00 í dag.

Mynd: pixabay.com