Bæjarstjóri lagði fram á 737. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar og fór yfir fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses.

Í máli hans kom fram að ráð sé fyrir því gert að lokið verði við vegagerð að nýju upphafssvæði á skíðasvæðinu í Skarðsdal í sumar. Fyrir atbeina sveitarfélagsins hefur náðst að fjármagna flutning á öllum lyftum innan svæðisins og tengdar framkvæmdir.

Sveitarfélagið mun ræða frekar við Leyningsás ses. um byggingu nýs skíðaskála.