Hin unga og efnilega Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir tók þátt í Meistaramóti Íslands í badmintoni um síðustu helgi og náði hreint stórkostlegum árangri.

Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í 1. deild fullorðinna og náði öðru sæti í 2. deild í tvenndarleik ásamt Jóni Sverri frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.

Hrafnhildur Edda keppir fyrir Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar (TBS).


Myndir/ Ingvar Erlingsson og TBS.
Heimild/Frétta- og fræðslusíða UÍF