Um daginn kom út lagið Mónika frá Hildi og Teiti en þau segja lagið vera sumarseiðing sem hittir beint í hjartarstað.

Tilurð lagsins var sú að Hildur Kristín Stefánsdóttir (Hildur, Rökkurró), Teitur Magnússon (Ojba Rasta) og Arnar Guðjónsson (Leaves, Warmland) lentu saman í herbergi í lagasmíðabúðum FTT í fyrra og þar fæddist Mónika, sem var samin og tekin upp öll á hálfum degi.

Lagið er rólegt og þægilegt, og er nú komið í spilun á FM Trölla á kvöldin suma virka daga, einnig er hægt að hlusta á það hér: