Satay kjúklingasalat með kúskús

  • kjúklingabringur
  • Satay sósa ( mér þykir frá Thai choice langbest)
  • kúskús (án bragðefna eða með sólþurrkuðum tómötum)
  • spínat (eða annað gott salat)
  • rauðlaukur
  • rauð paprika
  • kirsuberjatómatar
  • avokadó
  • salthnetur
  • fetaostur

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum á pakka. Mér þykir gott að setja hálfan grænmetis- eða kjúklingatening í vatnið.

Skerið papriku og rauðlauk í strimla, kirsuberjatómata í tvennt og avokadó í sneiðar.

Setjið spínat í botninn á fati. Dreifið úr kúskúsinu yfir og setjið kjúklinginn yfir kúskúsið ásamt hluta af sósunni (geymið restina af sósunni). Stráið papriku, rauðlauk, kirsuberjatómötum, avokadó og fetaosti ásamt smá af olíunni yfir. Dreifið að lokum salthnetum yfir.

Setjið það sem var eftir af satay sósunni í skál og berið fram með.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit