Þátturinn Tíu Dropar hefst á nýjan leik á morgun, sunnudaginn 9. október, kl. 10:00.

Stjórnendur þáttarins eru enn sem fyrr tröllahjónin Kristín Magnea Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason sem tóku sér vænt sumarfrí frá þáttagerð en mæta nú aftur til leiks, á nýjum tíma.

Þátturinn Tíu Dropar verður kl. 10 – 12 á sunnudögum í vetur, á FM Trölla.

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga, í Skagafirði og á Hvammstanga og nágrenni.

Einnig má hlusta á netinu, hér á trolli.is, í Spilaranum t.d. í Apple TV og ýmsum nýrri sjónvarpstækjum, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.