Björgunarsveitirnar eru ávalt viðbúnar að koma landsmönnum til hjálpar þegar á þarf að halda allan ársins hring.

Mikil vinna er lögð í þjálfun og undirbúning mannskaps og tækjabúnaðar til að allt gangi vel þegar kallið kemur.

Fjallabjörgunaræfing hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði fór fram fimmtudagskvöldið 10. mars, þar sem meðal annars var æfður flutningur á slösuðum við erfiðar aðstæður eins og myndirnar bera með sér.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar