Haraldur Jónsson sendir um þessar mundir frá sér bókverkið H I T A S T I G A R.

Útgáfuhóf verður í Mengi, Óðinsgötu 2, Reykjavík, í dag, laugardaginn 16.11. kl 16.

Frásagnir ásamt ljósmyndum skapa innihaldsrík rými tilverunnar, þau sem finnanleg eru, þar sem maður er eða fer um.

Ólíkir straumar skynjunar renna saman í heildarmynd. Þegar eitthvað eitt gerist, gerist strax eitthvað annað og það fer vel á með þeim.

Haraldur segir sjálfur í upphafi verksins:
“Þetta gerist einmitt þegar maður missir sig, þegar maður brotnar saman, þegar maður nær sér, þegar maður er með sjálfum sér, þegar maður finnur sig, þegar maður er.”

Haraldur Jónsson er myndlistarmaður og er búsettur í Reykjavík. Verkið varð til við dvöl í Jensenhúsi á Eskifirði sumarið 2019.

H I T A S T I G A R er númer 17 í Pastel ritröð.

Pastel er menningarverkefni á vegum Flóru á Akureyri.