Á öðrum fundi starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð var lagt fram tilboð frá Íslenska gámafélaginu ehf. um rekstur flokkunarstöðva í Fjallabyggð. Málinu var vísað til bæjarráðs.

Á 818. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var málið tekið fyrir og gerir bæjarráð ekki athugasemdir við drögin.

Ákveðið er að samningurinn muni vera tímabundinn, verktími reksturs gámasvæða skal hefjast 1.2.2024 og lýkur 31. mars 2024, þ.e. 2 mánuði. Samningurinn getur framlengst tvisvar sinnum, 1 mánuð í senn, að þeim mánuðum liðnum fellur samningurinn úr gildi.