Alls voru 49.870 íslenskir ríkisborgarar með skráð lögheimili erlendis þann 1. desember sl. Flestir voru skráðir í Danmörku eða alls 11.982 einstaklingar. Næst flestir eða 9.250 einstaklingar voru skráðir í Noregi og í þriðja sæti var Svíþjóð þar sem 9.046 íslenskir ríkisborgarar voru skráðir með lögheimili segir á vefsíðu Þjóðskrár.

61,9% íslenskra ríkisborgara sem eru með skráð lögheimili erlendis eru á Norðurlöndunum.

Nánar er hægt að lesa um Íslendinga erlendis í nýrri tölfræði í Þjóðskrárgáttinni