Í dag verður þátturinn Gestaherbergið á dagskrá, sendur út í beinni útsendingu úr stúdíói III í Noregi.
Palli og Helga stjórna þættinum í dag og verða með þema. Í dag er það árið 1982.

Mörg skemmtileg lög komu út það árið og munu Palli og Helga spila það vel valin lög frá því ári.

Kíkt verður á fréttir og skoðað hvað gerðist merkilegt þetta ár.

En annars verður þátturinn lítið undirbúinn að venju en eins og stendur í lýsingu fyrir þáttinn, léttur og skemmtilegur þáttur og þannig ætla hjónin að reyna að hafa hann.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 17:00 til 19:00 á þriðjudögum á FM Trölla og trölli.is

FM Trölli er á FM 103.7 MHz á Tröllaskaga og á Hvammstanga og nágrenni.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á trolli.is, á vefsíðunni radio.garden og á tunein.com

Minnum einnig á skip.trolli.is  sem er sérstakur lágbitastraumur fyrir minni netsambönd.

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.