Fimmtudaginn 19. júlí kom út nýtt lag með Stjórninni. Lagið heitir “Ég fæ aldrei nóg af þér” og er eftir Grétar Örvarsson. Bragi Valdimar Skúlason gerði textann. Útsetning: Stop Wait Go. Lagið er komið í spilun á FM Trölla.

Grétar og Sigga í Stjórninni

 

Á næstunni verður Stjórnin með tónleika á Akureyri, þar sem 1990 útgáfan af Stjórninni, sem flutti meðal annars lagið “Eitt lag enn” í Eurovision keppninni í Zagreb árið 1990 og kom Íslandi í 4. sæti keppninnar það ár.

1990 útgáfan af Stjórninni

 

Stjórnin verður svo með 30 ára afmælistónleika í Reykjavík í lok september.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Aðsendar