Leó R Ólason

Það gerðist margt skrýtið árið 2007 og eitt af því skrýtnara (að mér finnst) var þegar Þorgerður þáverandi menntamálaráðherra mæltist til þess að nöfn kvikmynda væru íslenskuð. Ég man vel eftir viðtalinu við hana þegar hún lét þessa skoðun sína í ljós og ég er enn að velta því fyrir mér hvort hún hafi ekki borðað eitthvað sem var komið langt yfir síðasta söludag um morguninn.

Guðbrandur Örn Arnarson, markaðsstjóri Háskólabíós tók undir skoðun ráðherra og sagði hana eiga fyllilega rétt á sér. Það gerði líka einhver málnefnd sem taldi málið mögulega heyra undir sig.

En enginn spurði neytendur og því síður kvikmyndaáhugamenn.

Einhver sem kallar sig “Orkamjas” fullyrðir að eftirtaldar myndir hafi verið sýndar á RUV.

Ástarstjarna yfir Hraundranga.
Skýla næturský.
Hlekki brýt ég hugar.
Og heilum mér.
Fleygi faðm þinn í.

Matrix = Á feigu flagði

Ég geri ekki ráð fyrir að allir viti svona fyrirfram hvað er verið að bjóða upp á á skjánum ef þessir titlar eru kynntir til sögunnar.

Mörg okkar hafa líklega séð stórmyndina “Svívirðileg skítseyði” með Prad Pitt og alveg heilum her af öðrum stórleikurum. Ef einhver skyldi ekki alveg vera með þetta á hreinu þá var hún sýnd á haustmánuðum 2009 og vann meira að segja Óskarinn (þýðum hann líka). En einhver er ennþá að klóra sér í kollinum þá má geta þess að hún hét líka Inglourious Basterds ef það skyldi hjálpa til.

Cold Mountain = Kaldbakur

Ég rakst svo á eftirfarandi upptalningu einnig á vefnum hugi.is
Cold Mountain = Kaldbakur
Trainspotting = Trufluð tilvera
Animal House = Delta klíkan
Turk 182 = Illa farið með góðan dreng
Eyes wide shut = Haltu mér, slepptu mér
Lethal Weapon = Tveir á toppnum.
Dr. Strangelove = Doktor Spesást.
Clockwork orange = Appelsínuklukka

Ég efast þó um að nokkrum sé full alvara með þessum tveim síðustu því á IMD (the internet movie database) er Dr. Strangelove nefnd “Eða hvernig ég hætti að hafa áhyggjur og elskaði sprengjur” og Clockwork orange heitir þar “Gangverk Glóaldins.”

Á lista IMD yfir topp 250 er að finna hina frábæru “All Quiet on the Western Front” og hún heitir þar “Allt rólegt á vesturvígstöðvunum.” Það þykja mér svolítið óvönduð vinnubrögð því eins konar hefð er fyrir öðru. á sínum tíma hét þessi kvikmynd “Tíðindalaust á vesturvígstöðunum” sem er eiginlega miklu flottara. Það er eins og úr verði “mildara högg” að rekast á

þekkt nöfn engilsaxneskra kvikmynda sem hafa verið íslenskuð ef það hefur verið gert strax þegar viðkomandi kvikmynd var sýnd í bíó. En að sjá gömul og gróin nöfn íslenskuð er vægast sagt fáránlegt. Reyndar finnst mér að það eigi að láta svona tilraunir eiga sig sem og aðrar líkar eða skyldar. Ég man t.d. hvað snillingurinn Gerhard Smidth hló mikið þegar hann tjáði viðstöddum að hann væri kominn með íslenskan ríkisborgararétt og héti því Geirharður Valtýsson.

Casablanca = Kópasker

En hér eru nokkur dæmi af IMD.
The Philadelphia Story = Vel Séð og Heyrt
Full Metal Jacket = Skothylki
Raging Bull = Brjálað naut
Reservoir Dogs = Varahundarnir
Alien = Geimvera
Léon = Sérfræðingurinn
Apocalypse Now = Heimsendir núna
The Empire Strikes Back = Veldið snýr aftur
Vertigo = Lofthræðsla
The shining = Sýnir
Double Indemnity = Tvöföld trygging
Fa yeung nin wa = Haukur Rósinkranz
Casablanca = Kópasker
Matrix = Á feigu flagði

101 Reykjavík

Og ef einhver vill kynna sér málin af eigin raun er slóðin http://www.imdb.com/chart/top

Svo má ég líka til með að láta eftirfarandi kynningu á kvikmyndinni “101 Reykjavík” fylgja þessum pistli svona upp á grínið, en ég man því miður ekki hvar ég rakst á hana…

“Young Hylnur hefur fallið í ást með nýja spænska Boarder sem hefur bara leigja herbergi á heimili hans. And so has his mother. Og svo hefur móðir hans. Life in cold Reykjavik, Iceland is heated up in this debut dark comedy that gives new meaning to “keeping it in the family”.

Líf í köldu Reykjavík, Ísland er hituð upp í þessari frumraun dimma gamanleikur sem gefur nýja merkingu að “halda því í fjölskyldunni”. Writer/director Baltasar Kormakur delivers “a funny, touching, off-the-wall relationer that’s one of the freshest helming debuts in world cinema this year” (Derek Elley, Variety). Writer / leikstjóri Baltasar Kormákur skilar “fyndið, snerta, off-the-vegg relationer sem er eitt af ferskasta helming frumraun í bíó heiminum á þessu ári”

 

 

 

Unnið upp úr efni sem höfundurinn rakst á hér og þar á hinu víðfeðma interneti og eigin hugleiðingum.
Myndir: af netinu og úr eignasafni