FM Trölli býður fyrirtækjum og einstaklingum að senda ættingjum, vinum, samstarfsfólki og viðskiptavinum upp á upplesnar jóla- og nýárskveðjur eins og undanfarin ár.

Undirtektir hafa verið einstaklega góðar og skemmtileg hefð skapast sem mælst hefur vel fyrir, nærir jólaandann og gleður hjörtu um borg og byggð.

Flutningur á kveðjunum hefst 21. desember, verða þær fluttar daglega nokkrar í senn tvisvar á klukkustund fram á aðfangadag. Kveðjurnar verða einnig fluttar í heild sinni á aðfangadag og gamlársdag kl. 13:00.

Kveðjan kostar 15.000 kr. fyrir utan vsk.

Hægt er að senda kveðjur á netfangið trolli@trolli.is í síðasta lagi 18. desember.