Það sem af er þessum mánuði hafa komið um 1000 manns í Bókasafnið í Fjallabyggð, Siglufirði og er það mikil fjölgun frá síðasta ári.

Þær systur Hrönn og Bylgja Hafþórsdætur standa vaktina í bókasafninu með mikilli prýði og hafa tekið á mót um 60 manns miðvikudaginn 18. júlí. Eru það um helmingur ferðamenn sem nýta sér upplýsingamiðstöðina sem þar er til húsa, aðrir eru heimamenn sem koma sér til gagns og gamans. Algengt er að foreldrar komi með börnin sín sem sækjast í að leika sér og lesa í barnahorninu sem er afar vinsælt.

Lífleg starfsemi fer fram í Bókasafninu

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir