Það getur flokkast undir góða lýðheilsu, að hafa sem heilnæmast andrúmsloft innandyra hjá sér, þegar farið er að sofa á kvöldin. Þá er gott að hafa í huga, að endurnýja þarf allt vatn í öllum vatnslásum og niðurföllum innandyra og utandyra með köldu vatni dag hvern. Oftar þó þegar vond veðurspá hefur verið gefin út. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga, þar sem íbúðir standa lágt, svo sem í kjallaraíbúðum.

Mesta veðurhæð er við yfirborð sjávar hverju sinni þegar það er sjávarflóð. Þá á hvassviðrið greiðastan aðgang upp á land. Gerir jafnvel mikinn usla hjá fólki í einn til tvo tíma samfleyttt á háflóði, og miklar rokur. Þetta á sérstaklega við á stórstraumsflóðinu því síðasta fyrir jól og næstu tveimur eftir áramót. Þessi fimm sjávarflóð um áramótin þurfa góða vöktun ef djúp lægð er nálagt landinu.

Trillukallar á Siglufirði til forna töluðu um að, rok væri þegar það færi að fjúka eða (rjúka) smá sjór af öldutoppunum. Í gömlum vindstigum var það sennilega 10 vindstig. Núverandi mælikvarði sennilega þá 24,5-28,4 metrar á sekúndu.

Þegar veðurstofan hérlendis fór að kynna fyrir landanum forðum nýar vindhraða mælingar, metrar á sekúndu, fylgdi það sögunni að eitt vindstig væri 3m/sek. Þá er hægt gera Exel skjals teikningu með því að hafa breidd reits þrisvar sinnum meiri, en hæð. Strika svo strik í 45° uppávið til að fá samanburðatöflu.


Sjór og vötn leita í átt að tunglinu, vegna aðdráttarafls þess. Svo bætist við þetta allt, þegar staða tunglsins og sólar er í svipaðri átt frá jörðu. Stórflóð eru á 14 daga fresti. “Tunglhringurinn” er alfarið 24 stundir og 50 mínútur. Þess vegna færast flóð og fjara að meðaltali sem því nemur.

Gömul hjátrú segir „Eins og veðrið verður á þriðja degi eftir fullt tungl þannig verður veðrið fram að næsta fulla tungli“.


„Gömul saga segir að, fyrsta vatnsklósettið til forna, hafi verið í eigu Elísabetar 1. Bretlandsdrottningar.

Elísabet fyrsta var drottning Englands og Írlands frá 17. nóvember 1558 til dauðadags. Hún var kölluð meydrottningin.

Elísabet var fimmti og síðasti einvaldur Túdorættarinnar, eftir að hafa tekið við af hálfsystur sinni Maríu 1. sem dó úr inflúensu.“ Þessi gamla saga finnst á Vísindavefnum.

Vatnslásinn kemur í veg fyrir að, loft berist inn í íbúðir og herbergi fólks, frá skólplögnum og skolpræsunum. Hindrar vatnslásinn þar með nær alla inngöngu bæði á óþef og sýklum. 

Þegar farið er að setja hitalagnir í gólf verður kannski uppgufun úr vatnslásum meiri. Þá þarf að láta oftar renna vatn í vatnslásana.


En þegar umgangur er lítill, eins og í sumarhúsum á vetrarmánuðum, er ágætis ráð að hella umhverfisvænni niðurfallaolíu í niðurföllin eftir að lásinn hefur verið alveg tæmdur. Slíkar olíur fást hjá öllum olíufélögunum. Þær hafa mun hægari uppgufun en vatn og halda því vatnslásnum í virkni í mun lengri tíma.

Annað sem varðar lýðheilsu fólks er að klukkan ellefu að morgni eru ákveðin birtuskilyrði. Klukkan fjögur eftir hádeigi síðdegis er bjartara. Þá er klukkan skökk sem nemur 50% af framangreindum tímamun. Það er tveimur tímum sem þarf að leiðréttast næstu tvö árin miðað við hnattstöðu í höfuðborginni. Það er við 22° það er, lengdargráðu. Svo er hægt að styðjast við venjulegan ferðakompás og finna há suður, þá er skekkjan ein klukkustund og fimmtíu mínútur um það bil.

Hægt er að fá mjög góð og umhverfisvæn stíflulosandi efni í öllum byggingavöruverslunum, sem hvorki skemma lagnir né valda eitrun í frárennsli.

Ef hinsvegar losa þarf stíflu með verkfærinu, drullusokkur, er hann klæddur í þunnan plastpoka. Hann svo innfeldur að neðan svo pokinn myndi þar skál innávið. Þetta allt er gert til að forðast óhreinindi og gerla til að auðvelda þrif á honum þ.e. (drullusokknum) eftir á. Svo notar maður uppþvottalög eða sápulög, til að mynda góðan hring í vatnskinum jafn stóran (aðeins stærri) og gúmmíið er á drullusokknum, til að ná meiri sogkrafti með verkfærinu. Þannig virkar drullusokkurinn mjög vel, þegar togað er snöggt í.

Svo í lokin til að tryggja eldriborgurum og öryrkjum mannsæmandi lámarks lífeyri og virkilega góða framtíðar lýðheilsu þarf að gera breytingu á 76. grein Stjórnarskrá Íslands. Þannig að síðasti liður hennar hljóði þannig.

Lágmarks greiðslu til eldriborgara 67 ára og eldri, og einnig 75% örorkulífeyrisþegum, skal tryggður hærri lífeyrir en sem nemur lágmarkslaunum stéttarfélags er varðar starf sem eigi krefst sérmenntunar.

En um þessar mundir segir þar.

„[Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar, vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og eða sambærilegra atvika.

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.]”

Segir í Stjórnarskrá Íslands að mig minnir.

Greinahöfundur og myndir: Viðar Jóhannsson.