Enginn skólaakstur verður í dag mánudaginn 20. janúar 2020 vegna veðurspár og hálku. Samkvæmt veðurspá er gul viðvörun frá kl 11:00 og flughált er á útvegum en þjóðvegur 1 er greiðfær.

Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá nemendum á Hvammstanga. 

Unnið er að því að skoða leiðir til þess að bæta upp kennslu að einhverju leyti vegna óvenju margra skertra daga á þessu skólaári.