Á 592. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar 12. febrúar 2019 var lagt fram erindi Láru Stefánsdóttur skólameistara MTR, dags. 07.02.2019 varðandi afnot Skotfélags Ólafsfjarðar af aðstöðu í kjallararými húsnæðis MTR til skotæfinga.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir vegna afnota Skotfélagsins í kjallararými MTR svo lengi sem skólameistari MTR telur það ekki trufla starfsemi skólans.