Slagarasveitin heldur tónleika í Iðnó á morgun, fimmtudaginn 9. október og í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 11. október.
Hljómsveitin, sem á ættir sínar að rekja til Hvammstanga, var endurvakin fyrir nokkrum árum eftir langt hlé. Fyrir tveimur árum gaf sveitin út hljómplötu, og á tónleikunum verður hægt að heyra lög af henni ásamt glænýju efni.
Kristinn Rúnar Víglundsson, nýr söngvari sveitarinnar, stígur á svið með Slagarasveitinni í fyrsta sinn. Lagavalið verður fjölbreytt en Ragnar Karl Ingason semur að mestu lögin, og Skúli Þórðarson skrifar textana ásamt Ragnari Karli.
Slagarasveitin er lifandi dæmi um hvernig gömul vinátta og ný sköpun geta sameinast í hljóði sem gleður bæði áheyrendur og flytjendur.
Slagarasveitina skipa:
Geir Karlsson (bassi), Kristinn Rúnar Víglundsson (söngur), Ragnar Karl Ingason (gítar og söngur), Skúli Þórðarson (slagverk) og Stefán Ólafsson (gítar og raddir).
Auk þeirra koma fram:
Eyþór Franzson Wechner (hljómborð og píanó), Aldís Olga Jóhannesdóttir (söngur, raddir og þverflauta), Kristín Guðmundsdóttir (raddir og þverflauta), Guðmundur Hólmar Jónsson (rafgítar), Einar Friðgeir Björnsson (harmonikka) og Ásmundur Jóhannsson (trommur).
Miðasala fer fram við hurð á báðum tónleikunum en einnig er hægt að kaupa miða á tónleikana í Iðnó á tix.is.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og miðaverð er 5.900 krónur.
