Á fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 5. nóvember 2025 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis í Ólafsfirði, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið breytingarinnar er að bæta við nýjum byggingarreit (B4) fyrir knatthöll, sem mun auka möguleika til íþróttaiðkunar allt árið um kring. Með breytingunni verður skipulagssvæðið einnig stækkað til norðurs og aðkoma milli bílastæða við skóla og íþróttasvæði endurbætt, til að tryggja greiðari og öruggari umferð.

Tillagan að breyttu deiliskipulagi er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á vefnum skipulagsgatt.is/issues/2025/1503, þar sem hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum rafrænt.

Einnig má kynna sér tillöguna á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar að Gránugötu 24 á Siglufirði og í Bylgjubyggð 2b í Ólafsfirði.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er frá 19. nóvember 2025 til og með 2. janúar 2026.
Tillagan verður jafnframt kynnt á íbúafundi sem haldinn verður í Tjarnarborg þann 19. nóvember klukkan 18:00.