Tacobaka á pönnu
- 1 laukur, hakkaður
- 1 rautt chillí, fræhreinsað og hakkað
- 550 g nautahakk
- 1 tsk chillí krydd
- 1 tsk salt
- 1/2 tsk laukrydd
- 1/2 tsk oregano
- 1/2 tsk kúmín
- 1/2 tsk rauðar piparflögur (red pepper flakes)
- 1/2 tsk paprikukrydd
- 1/4 tsk cayenne
- 1 dós hakkaðir tómatar
- 1 dós pintobaunir
- 2 dl maísbaunir
- handfylli af rifnum osti
- avokadó
- ferskt kóriander
Hitið olíu á pönnu við miðlungsháann hita og mýkjið lauk og chillí. Hækkið hitann og bætið nautahakkinu á pönnuna. Steikið hakkið þar til fulleldað og kryddið með kryddunum. Bætið hökkuðum tómötum, baunum og maísbaunum á pönnuna og látið sjóða saman við vægan hita í um 10 mínútur. Stráið rifnum osti yfir og látið bráðna undir loki. Berið fram beint af pönnunni.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit




