Skíðafélögin SÓ og SSS bjóða íbúum Fjallabyggðar til notalegrar jólastundar í Skógræktinni á Siglufirði í dag, sunnudaginn 14. desember klukkan 14 til 16. Um er að ræða skemmtilega samverustund sem er opin öllum, jafnt börnum sem fullorðnum, og kjörið tækifæri til að njóta aðventunnar saman úti í náttúrunni.

Að sögn skipuleggjenda er mikill spenningur fyrir deginum og lögð áhersla á hlýlegt andrúmsloft og góða stemningu. Skógræktarfélagið á svæðinu býður upp á afar fallegt greni sem gestum er frjálst að taka með sér heim. Grenið ilmar af jólum og margir nýta það til skreytinga, meðal annars á leiðum ástvina.

Grenið verður við bílastæðið en samveran sjálf fer fram við grillaðstöðuna í skógræktinni. Aðstandendur hlakka til að hitta sem flesta og hvetja fólk til að fjölmenna og eiga saman notalega stund á morgun milli klukkan 14 og 16.

Samsett mynd: facebook / Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg