Á 399. fundi fundi sínum, þann 8. janúar 2026, samþykkti sveitarstjórn Húnaþings vestra uppfærða húsnæðisáætlun fyrir 2026.
Húsnæðisáætlanir voru fyrst unnar á árinu 2022. Er þeim ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til skemmri og lengri tíma.
Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og allt bendir til að sú þróun haldi áfram, frá seinustu áætlun hefur fjölgunin verið í takt við lágspá. Uppsöfnuð íbúðaþörf er nokkur umfram það sem áætlunin sýnir og vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í atvinnulífi er nauðsynlegt að auka framboð húsnæðis
Áfram er gengið út frá sambærilegu mynstri í þeim sviðsmyndum sem dregnar eru upp í áætluninni með tilliti mannfjölda: lágspá, miðspá og háspá. Íbúðaþörf er reiknuð út miðað við þær forsendur sem mannfjöldaspárnar gefa sem og þjónustuþörf.



