Bubbi Morthens hefur gefið út nýjan sumarsmell sem kominn er í spilun á FM Trölla!
Lagið er af væntanlegri breiðskífu Dansaðu sem kemur út í október.
Nýja lagið ‘Tveir tveir fjórir’ er önnur smáskífan sem hann gefur út af plötunni, titillagið ‘Dansaðu’ kom út í apríl og hefur gert gott mót síðan þá.
Tveir tveir fjórir er fullkomið inn í sumarið, geggjað í ferðalagið og þá sérstaklega fyrir stærstu ferðahelgi ársins sem er rétt handan við hornið.
Lagið samdi Bubbi sjálfur og Arnar Guðjónsson sá um upptökur.
Tveir tveir fjórir á Spotify 
Flytjandi:: Bubbi
Heiti smáskífu:: Tveir tveir fjórir
Útgefandi:: Alda Music
Höfundur lags og texta:: Bubbi Morthens
 
Mynd: Baldur Kristjánsson
						
							
			
			
			
			

